Íslenska fyrirtækið Controlant er við það að ljúka samningi við ísraelska lyfjafyrirtækið Teva um að nýta lausn þeirra fyrir alla virðiskeðju þess. Controlant smíðar hitaskynjara sem senda upplýsingar í rauntíma um staðsetningu og hitastig þeirra vara sem verið er að flytja og getur þannig komið í veg fyrir sóun á vörum sem eru viðkvæmar gagnvart miklum hitabreytingum.
Teva er eitt stærsta lyfjafyrirtæki í heimi en heildartekjur þess árið 2018 námu 18,9 milljörðum Bandaríkjadala. Verður Teva þar með annar af stóru lyfjaframleiðendunum til þess að hafa rauntímayfirsýn yfir alla virðiskeðju sína en Controlant samdi síðastliðið haust við írska lyfjafyrirtækið Allergan sem hefur í dag þessa rauntímayfirsýn. Þá er fyrirtækið einnig með samning við AstraZeneca og í burðarliðnum eru samningar við allra stærstu lyfjarisa í heimi sem sumir hverjir eru að hefja prófanir á vöru Controlant á næstu mánuðum. Að sögn Gísla Herjólfssonar, framkvæmdastjóra og eins stofnenda Controlant, nemur virði hvers og eins samnings við ofantalin fyrirtæki milljónum Bandaríkjadala á ári.
Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.