Skýr merki um kólnun

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Rúm­ur helm­ing­ur fyr­ir­tækja hér á landi hyggst mæta launa­hækk­un­um með verðlags­hækk­un­um, en um fjórðung­ur fyr­ir­tækja hyggst mæta þeim með fækk­un starfs­manna. Þetta kem­ur fram í nýrri ár­legri könn­un sem fram­kvæmd er fyr­ir Sam­tök iðnaðar­ins, en könn­un­in bygg­ir á svör­um tæp­lega 300 fé­lags­manna sam­tak­anna í fram­leiðsluiðnaði, bygg­ing­ar- og mann­virkjaiðnaði og hug­verkaiðnaði.

„Annað þýðir verðbólga en hitt þýðir at­vinnu­leysi,“ seg­ir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Hann seg­ir að niður­stöður könn­un­ar­inn­ar séu mjög skýr­ar. „Það er aug­ljós viðsnún­ing­ur frá fyrra ári. Það eru skýr merki um kóln­un hag­kerf­is­ins í þess­ari könn­un, og niður­stöðurn­ar eru í takt við þau skila­boð sem við höf­um fengið frá okk­ar fé­lags­mönn­um á síðustu mánuðum. Hér hef­ur ríkt mjög langt hag­vaxt­ar­skeið í sögu­legu sam­hengi, en nú er það komið á enda­stöð,“ seg­ir Sig­urður.

Kort/​mbl.is

Færri telja aðstæður góðar

Mun færri telja aðstæður í efna­hags­líf­inu góðar til at­vinnu­rekst­urs í fe­brú­ar í ár en á sama tíma á ár­un­um 2016 til 2018, sam­kvæmt könn­un­inni. Vænt­ing­ar for­svars­manna iðnfyr­ir­tækja til efna­hagsaðstæðna á næst­unni eru einnig á hraðri niður­leið.

Þá leiðir könn­un­in í ljós að sjö­tíu pró­sent fyr­ir­tækja telja sig ekki skorta starfs­fólk, sem er tals­verð aukn­ing frá fyrra ári, þegar um helm­ing­ur var í sömu stöðu.

Sjá frétt­ina í heild sinni í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK