Icelandair lækkar um 6%

Bogi Nils Bogason.
Bogi Nils Bogason. Kristinn Magnússon

Hlutabréf Icelandair Group hafa fallið um 6% það sem af er degi í Kauphöll Íslands í 55 milljóna króna viðskiptum.

Nemur gengi félagsins nú 7,05 kr. á hlutabréfið en hlutabréf félagsins hækkuðu um 0,5% í gær.

Icelandair tók í vikunni allar Boeing 737 MAX 8-vélar félagsins úr notkun í kjölfar tveggja flugslysa í Eþíópíu og Indónesíu með nokkurra mánaða millibili en nú hefur Boeing tilkynnt um kyrrsetningu allra Boeing 737 MAX 8 og 9 fram í maí hið minnsta.

„Ef þetta dregst á langinn hefur þetta áhrif á okkur og öll flugfélög sem eru með þessar vélar. Þegar fer að færast nær páskum verður þetta erfiðara því við gerðum ráð fyrir að taka fleiri svona vélar inn í leiðakerfið í vor,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við Viðskiptablaðið í gær en páskadagur er þann 21. apríl.

Í samtali við RÚV segir Bogi Nils í dag að það komi til greina að leigja aðrar vélar.

„Það kemur til greina að leigja aðrar vélar eða hnika til í leiðakerfinu,“ sagði Bogi Nils við RÚV.

Í gærkvöldi birtust fregnir af bilun í eldsneytisventli í vél Icelandair sem olli því að aflýsa þurfti flugi frá Ósló til Keflavíkur síðdegis í gær. Að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, var ekki að ræða um vél sem kom í stað Boeing  737 MAX 8.

Það sem af er ári hafa hlutabréf Icelandair Group fallið um tæp 22%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK