Kynþokkafull Tesla

Elon Musk var í stuði þegar hann kynnti nýja Y.
Elon Musk var í stuði þegar hann kynnti nýja Y. AFP

Hinn litríki Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, hefur svipt hulunni af nýjustu afurð fyrirtækisins. Þar er á ferðinni bíll sem hlotið hefur viðurnefnið Y. Er honum ætlað að höfða til breiðs kaupendahóps en þó verður enn nokkur bið á að bíllinn komist í almenna sölu. Mun það að öllu óbreyttu verða haustið 2020.

AFP

Við athöfnina í Los Angeles í gær sagði Elon Musk að fyrirtækið væri að „endurvekja „kynþokkan“ nokkuð orðrétt“. Vísaði hann til þess að ef undirtegundarheitum Tesla er nú raðað saman myndar það stafarununa „S3XY“. Raunar ætlaði Musk sér alltaf að geta með nafngiftum tegundanna myndað orðið „sexy“ en þær fyrirætlanir urðu að engu þegar í ljós kom að samkeppnisaðilinn Ford skráði „Model E“ sem vörumerki í Bandaríkjunum. Tók Tesla ákvörðun um að taka ekki slaginn um vörumerkið og valdi ódýrasta bílnum í framleiðslulínu sinni þess í stað heitið 3 sem af mörgum er álitin leið til að vísa til bókstafsins E með óbeinum hætti.



Mun ódýrari en X

Með nýja Y bílnum er ætlunin að stíga skrefið til fulls sem Tesla tók með hinum nýja Tesla 3 bíl og færa framleiðslu fyrirtækisins nær almenningi. Nýi bíllinn er í raun minni útgáfa af hinum vígalega Tesla X jeppa sem kom á göturnar árið 2015. Og verðmiðinn er viðráðanlegri en á Tesla X sem hefur kostað í grunntýpu um 100 þúsund dollara, jafnvirði um 12 milljóna króna. Þannig mun Y kosta í grunnútfærslu 39.000 dollara, eða um 4,5 milljónir króna. Það olli þó áhugafólki um Tesla-bílana nokkrum vonbrigðum þegar Musk greindi frá því að fyrst í stað yrði Y bíllinn aðeins í boði í dýrari útfærslu með aukið drægi. Ódýrasta útgáfa bílsins verður svo að öllum líkindum í boði frá vordögum 2021.

Fyrst í stað getur fólk tryggt sé Y bílinn á verðbilinu 47.000 og 60.000 dollarar eða 5,5-7 milljónir króna. Verða þær útfærslur búnar rafhlöðum sem tryggja bílnum drægi upp á allt að 480 km. Ódýrari útgáfa bílsins, sem kemur ári síðar mun draga allt að 370 km á hverri hleðslu.

Y verður búinn sjö sætum líkt og X bíllinn. Hann verður þó ekki búinn vængjahurðunum sem hafa verið eitt helsta einkennismerki jeppans. Hröðunin er eftirtektarverð eins og í öðrum bílum Tesla og er hægt að kitla pinnann upp í 100 km á klukkustund á litlum 3,5 sekúndum.

Y sver sig í ætt við X en er þó …
Y sver sig í ætt við X en er þó minni og á mun viðráðanlegra verði. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK