Kynþokkafull Tesla

Elon Musk var í stuði þegar hann kynnti nýja Y.
Elon Musk var í stuði þegar hann kynnti nýja Y. AFP

Hinn lit­ríki Elon Musk, stofn­andi og for­stjóri Tesla, hef­ur svipt hul­unni af nýj­ustu afurð fyr­ir­tæk­is­ins. Þar er á ferðinni bíll sem hlotið hef­ur viður­nefnið Y. Er hon­um ætlað að höfða til breiðs kaup­enda­hóps en þó verður enn nokk­ur bið á að bíll­inn kom­ist í al­menna sölu. Mun það að öllu óbreyttu verða haustið 2020.

AFP

Við at­höfn­ina í Los Ang­eles í gær sagði Elon Musk að fyr­ir­tækið væri að „end­ur­vekja „kynþokk­an“ nokkuð orðrétt“. Vísaði hann til þess að ef und­ir­teg­und­ar­heit­um Tesla er nú raðað sam­an mynd­ar það stafar­un­una „S3XY“. Raun­ar ætlaði Musk sér alltaf að geta með nafn­gift­um teg­und­anna myndað orðið „sexy“ en þær fyr­ir­ætlan­ir urðu að engu þegar í ljós kom að sam­keppn­isaðil­inn Ford skráði „Model E“ sem vörumerki í Banda­ríkj­un­um. Tók Tesla ákvörðun um að taka ekki slag­inn um vörumerkið og valdi ódýr­asta bíln­um í fram­leiðslu­línu sinni þess í stað heitið 3 sem af mörg­um er álit­in leið til að vísa til bók­stafs­ins E með óbein­um hætti.



Mun ódýr­ari en X

Með nýja Y bíln­um er ætl­un­in að stíga skrefið til fulls sem Tesla tók með hinum nýja Tesla 3 bíl og færa fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins nær al­menn­ingi. Nýi bíll­inn er í raun minni út­gáfa af hinum víga­lega Tesla X jeppa sem kom á göt­urn­ar árið 2015. Og verðmiðinn er viðráðan­legri en á Tesla X sem hef­ur kostað í grunn­týpu um 100 þúsund doll­ara, jafn­v­irði um 12 millj­óna króna. Þannig mun Y kosta í grunnút­færslu 39.000 doll­ara, eða um 4,5 millj­ón­ir króna. Það olli þó áhuga­fólki um Tesla-bíl­ana nokkr­um von­brigðum þegar Musk greindi frá því að fyrst í stað yrði Y bíll­inn aðeins í boði í dýr­ari út­færslu með aukið drægi. Ódýr­asta út­gáfa bíls­ins verður svo að öll­um lík­ind­um í boði frá vor­dög­um 2021.

Fyrst í stað get­ur fólk tryggt sé Y bíl­inn á verðbil­inu 47.000 og 60.000 doll­ar­ar eða 5,5-7 millj­ón­ir króna. Verða þær út­færsl­ur bún­ar raf­hlöðum sem tryggja bíln­um drægi upp á allt að 480 km. Ódýr­ari út­gáfa bíls­ins, sem kem­ur ári síðar mun draga allt að 370 km á hverri hleðslu.

Y verður bú­inn sjö sæt­um líkt og X bíll­inn. Hann verður þó ekki bú­inn vængja­h­urðunum sem hafa verið eitt helsta ein­kenn­is­merki jepp­ans. Hröðunin er eft­ir­tekt­ar­verð eins og í öðrum bíl­um Tesla og er hægt að kitla pinn­ann upp í 100 km á klukku­stund á litl­um 3,5 sek­únd­um.

Y sver sig í ætt við X en er þó …
Y sver sig í ætt við X en er þó minni og á mun viðráðan­legra verði. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK