Skoða að leigja vélar eða hnika til

Icelandair hefur þegar fengið sex 737 Max-vélar afhentar frá Boeing …
Icelandair hefur þegar fengið sex 737 Max-vélar afhentar frá Boeing og á von á þremur til viðbótar í maí. Þrjár vélanna voru komnar í notkun, en standa nú aðgerðalausar á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Víkurfréttir

Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að 737 Max-þotur yrðu kyrrsettar fram í maí, hið minnsta, og Boeing hefur tekið ákvörðun um að afhenda ekki slíkar þotur fyrr en lausn finnst og búið verður að uppfæra hugbúnað í vélunum.

Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins sagði við Viðskiptablaðið í gær að ef kyrrsetning vélanna myndi dragast á langinn myndi það hafa áhrif á Icelandair og öll önnur flugfélög sem væru með þessar vélar.

„Þegar fer að fær­ast nær pásk­um verður þetta erfiðara því við gerðum ráð fyr­ir að taka fleiri svona vél­ar inn í leiðakerfið í vor,“ sagði Bogi Nils.

Icelandair hefur þegar fengið afhentar sex Boeing 737 Max-þotur, sem sitja kyrrstæðar á Keflavíkurflugvelli og á von á þremur til viðbótar í vor.

Þrjár höfðu þegar verið teknar í notkun, er ákvörðun var tekin um að kyrrsetja allar þotur af þessari gerð í kjöl­far tveggja flug­slysa í Eþíóp­íu og Indó­nes­íu með nokk­urra mánaða milli­bili, en þrjár voru afhentar fyrr í þessum mánuði og eru í innleiðingarferli hjá flugfélaginu.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skoða að leigja aðrar vélar eða hnika til í leiðakerfinu

Í samtali við RÚV í morgun sagði Bogi Nils að verið væri að fara yfir stöðuna hjá félaginu, í ljósi þeirra tíðinda að bandarísk flugmálayfirvöld ætluðu að kyrrsetja vélarnar fram í maí. Hann lagði áherslu á að slík tilkynning hafi ekki komið formlega frá Boeing.

„Það kemur til greina að leigja aðrar vélar eða hnika til í leiðakerfinu,“ segir Bogi Nils við Ríkisútvarpið.

Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, sagði við mbl.is í gær að engin ákvörðun hefði verið tekin um það hvort Icelandair myndi fara fram á bætur frá Boeing og hvernig það yrði gert, ef svo færi, væri ekkert efni fyrir opinbera umræðu heldur eitthvað sem Icelandair myndi leysa með Boeing.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK