Dýrustu borgir heims

Horft yfir á Eiffel-turninn frá Parvis des droits de l'Homme …
Horft yfir á Eiffel-turninn frá Parvis des droits de l'Homme á Trocadero. AFP

Þrjár borg­ir skipa efsta sæti list­ans yfir dýr­ustu borg­ir heims en það eru Par­ís, Hong Kong og Singa­púr. Fjór­ar evr­ópsk­ar borg­ir eru meðal tíu dýr­ustu borga heims. Þetta kem­ur fram í frétt BBC en um er að ræða ár­lega rann­sókn Econom­ist In­telli­gence Unit.

Fjármálahverfið í Singapúr.
Fjár­mála­hverfið í Singa­púr. AFP


Þetta er í fyrsta skipti sem þrjár borg­ir eru sam­an á toppi list­ans í 30 ára sögu hans. Alls er verðlag í 133 borg­um víðs veg­ar um heim borið sam­an. 

Þar er ým­is­legt borið sam­an, svo sem verð á brauði og klipp­ingu. Par­ís hef­ur verið á list­an­um yfir tíu dýr­ustu borg­ir heims frá ár­inu 2003 enda þykir afar dýrt að búa í borg­inni. Það sem er ódýr­ara í Par­ís en í flest­um öðrum dýr­um evr­ópsk­um borg­um, er áfengi, al­menn­ings­sam­göng­ur og tób­ak.

Hong Kong.
Hong Kong. AFP

Til að mynda kosti það að meðaltali konu 119 Banda­ríkja­dali að fara í klipp­ingu í Par­ís á meðan sama klipp­ing kost­ar 74 dali í Zürich og 53 dali í Osaka.  

1. Singa­púr

1. Par­ís

1. Hong Kong 

4.  Zürich

5. Genf

5. Osaka 

7. Seúl

7. Kaup­manna­höfn

7. New York

10. Tel Aviv 

10. Los Ang­eles 

Caracas í Venesúela í gær.
Caracas í Venesúela í gær. AFP

En ef horft er til ódýr­ustu borga heims eru verðbólga og brot­hætt­ir gjald­miðlar helstu ástæður þess að borg­irn­ar eru ódýr­ar í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Til að mynda var verðbólga um 1000% í Venesúela í fyrra en höfuðborg lands­ins er sú ódýr­asta í heimi. Í öðru sæti list­ans er höfuðborg Sýr­lands, Dam­askus.

1. Caracas

2. Dam­ascus

3. Tashkent (Úzbekist­an)

4. Almaty (Kazakst­an)

5. Bangal­ore (Ind­land)

6. Karachi (Pak­ist­an)

6. Lagos (Níg­er­ía)

7. Bu­enos Aires (Arg­entína)

7. Chennai (Ind­land)

8. Nýja-Delí (Ind­land)

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK