Bréf Icelandair hækka mikið

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp um 10% í morgunsárið í Kauphöll Íslands. Hækkunin gekk aðeins til baka skömmu síðar og hafa bréfin það sem af er degi hækkað um 8,89% í 68,9 milljóna króna viðskiptum.

Hækkunina má rekja til nýrra frétta af flugfélaginu WOW air en í frétt ViðskiptaMoggans í dag kom m.a. fram að Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, hefði leitast eftir því að ríkissjóður Íslands veitti ríkisábyrgð fyrir láni sem fyrirtækið hyggst slá vegna útistandandi skulda og brýnt þykir að greiða þurfi um komandi mánaðamót.

Miklar sveiflur hafa verið á gengi Icelandair undanfarnar vikur en gengi félagsins hefur fallið töluvert vegna tveggja flugslysa Boeing 737 Max 8-véla en Icelandair þurfi eins og kunnugt er að kyrrsetja þær þrjár þotur sömu gerðar sem félagið hafði þegar tekið í notkun. Það sem af er ári hafa hlutabréf Icelandair lækkað um rúm 17%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK