Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, leitaðist eftir því fyrr í þessari viku að ríkissjóður veitti ríkisábyrgð fyrir láni sem fyrirtækið hyggst slá vegna útistandandi skulda samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans.
Var beiðni Skúla beint að fjármála- og efnahagsráðuneytinu en ekkert mun hafa orðið af þreifingum í þessa veru þar sem ekki er talinn flötur á því innan stjórnkerfisins að hlaupa með þeim hætti undir bagga með félaginu í rekstrarerfiðleikum þess.
Lánveitandi fyrirtækisins hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir mögulegri innspýtingu í félagið þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum félagsins sjálfs.
Nú þegar eru miklar áhyggjur innan stjórnkerfisins vegna þeirra ógreiddu lendingargjalda sem um margar mánaða skeið hafa hlaðist upp gagnvart Isavia ohf.
Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í ViðskiptaMogganum í dag.