Icelandair hefur viðræður við WOW air

mbl.is/Eggert

Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Ef af verður mun aðkoman byggja á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallanda fæti. Viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld.

Stefnt er að því að niðurstöður viðræðna liggi fyrir mánudaginn 25. mars 2019.

Vegna tilkynningar Icelandair til Kauphallar Íslands um viðræður Icelandair og Wow air vill ríkisstjórnin taka eftirfarandi fram:

„Stjórnvöld hafa síðasta árið fylgst með erfiðleikum í alþjóðlegum flugrekstri og samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga í því ljósi. Eigendur Wow air hafa um nokkurra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekstur félagsins og hafa átt viðræður við fjárfesta, flugrekendur og aðra haghafa. Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim árangri sem eigandi félagsins stefndi að.

Ríkisstjórnin mun áfram fylgjast grannt með framvindunni og bindur vonir við að viðræður félaganna muni skila farsælli niðurstöðu,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 

Uppfært kl. 21.46:

Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í svari við fyrirspurn mbl.is ekki tímabært fyrir flugfélagið að tjá sig nánar um málið á þessu stigi þar sem viðræðurnar séu á byrjunarstigi. 

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segist í samtali við mbl.is ekki mega gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK