Hverjir sátu fundinn?

Þórdís Kolbrún, Bjarni Benediktsson, Michael Ridley og Sigurður Ingi á …
Þórdís Kolbrún, Bjarni Benediktsson, Michael Ridley og Sigurður Ingi á leið úr Stjórnarráðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var valinn maður í hverju rúmi á fundinum sem var haldinn í Stjórnarráðinu í dag vegna tilkynningar Icelandair um að flugfélagið hefði slitið viðræðum sínum við WOW air.

Auk Michaels Ridley, sem var ráðgjafi Íslands í bankahruninu, sátu fundinn þau Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmála- og atvinnuvegaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Einnig voru þar staddir Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, að fundinum loknum.
Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, að fundinum loknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Michael Ridley hefur starfað sjálfstætt sem ráðgjafi eftir að hann hætti störfum hjá fjárfestingabankanum J.P. Morgan. Hann hefur einnig látið til sín taka í góðgerðarmálum og er varaforseti samtakanna Save The Children UK og er einnig varaformaður Handel House Trust.

Ragn­hild­ur Hjalta­dótt­ir, ráðuneytisstjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Michael Ridley og …
Ragn­hild­ur Hjalta­dótt­ir, ráðuneytisstjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Michael Ridley og Sigurður Ingi Jóhannsson ganga hlið við hlið úr Stjórnarráðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að fundinum loknum barst tilkynning frá WOW air um að meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda flugfélagsins og aðrir kröfu­haf­ar þess eigi í viðræðum um að kom­ast að sam­komu­lagi um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Nánari fregnir munu berast af þeim viðræðum á morgun. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK