Vél WOW í Montréal tekin af félaginu

TF-PRO, vél WOW air.
TF-PRO, vél WOW air. Ljósmynd/Anna Zvereva

Flug­vél WOW air, TF-PRO, sem ferja átti farþega frá flug­vell­in­um í Montréal í Kan­ada í gær­kvöldi var kyrr­sett að beiðni leigu­sala vél­ar­inn­ar í gær. Heim­ild­ir mbl.is herma að ekki sé ljóst hvort WOW air tak­ist að losa vél­ina að nýju með greiðslu til flug­véla­leigu­sal­ans.

Farþegum sem far áttu með vél­inni, ásamt áhöfn, var ekið á hót­el í nótt og þeim til­kynnt að vegna „tækni­legra örðug­leika“ yrði flug­inu frestað þar til nú í kvöld. Um liðna nótt var svo önn­ur vél frá WOW air, TF-DOG, sem ný­kom­in var úr flugi frá Frankfurt til Kefla­vík­ur, send af stað til Montréal og verður hún nýtt til að ferja strandaglóp­ana heim í kvöld. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá flug­vell­in­um í Montréal er vél­in á áætl­un kl. 19:05 á staðar­tíma í kvöld.

Heim­ild­ir mbl.is herma að WOW air hafi misst nýt­ing­ar­rétt­inn á TF-PRO vegna brota á samn­ings­skil­mál­um og að eig­andi vél­ar­inn­ar, Jin Shan 20 Ire­land Comp­any Lim­ited, sem er í eigu flug­véla­leig­uris­ans Bocomm, hafi komið vél­inni í verk­efni ann­ars staðar.

Tvær vél­ar í eigu Jin Shan 20

Mbl.is hef­ur leitað viðbragða hjá for­svars­mönn­um WOW air við þeirri stöðu sem upp er kom­in í Kan­ada vegna TF-PRO en eng­in svör hafa borist þaðan.

TF-PRO er ekki eina vél­in sem WOW air hef­ur á leigu frá Jin Shan 20 því TF-NOW, sem WOW air hef­ur verið með í leigu­verk­efn­um í Banda­ríkj­un­um og á Kúbu, er einnig í eigu fé­lags­ins. Sú vél er skv. op­in­ber­um upp­lýs­ing­um stödd á Kúbu.

TF-NOW og TF-PRO eru báðar af gerðinni Air­bus A321-200 og þær voru smíðaðar árið 2017. Báðar taka vél­arn­ar 200 farþega í sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka