Brást ef WOW var órekstrarhæft

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Ef WOW air hef­ur lengi verið órekstr­ar­hæft, eins og umræðan um flug­fé­lagið hef­ur verið und­an­farið, þá hef­ur Sam­göngu­stofa brugðist hlut­verki sínu með því að svipta fé­lagið ekki flugrekstr­ar­leyfi sínu.

Þetta seg­ir Björgólf­ur Jó­hanns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir, í sam­tali við mbl.is.

„Ég hef ekki fylgst með fjár­hags­stöðu WOW air. Það er hlut­verk Sam­göngu­stofu að tryggja það að þegar þú færð flugrekstr­ar­leyfi eru ákveðin skil­yrði sem þú þarft að upp­fylla, meðal ann­ars fjár­hags­leg skil­yrði. Það er hlut­verk Sam­göngu­stofu þá að fylgja því eft­ir áfram,“ seg­ir Björgólf­ur, sem seg­ist velta því fyr­ir sér hvort Sam­göngu­stofa sé ekki ör­ugg­lega að fylgja þessu hlut­verki sínu eft­ir í ljósi stöðunn­ar sem er uppi.

Samgöngustofa.
Sam­göngu­stofa. mbl.is/​​Hari

Spurður hvort hann telji stofn­un­ina hafa brugðist hlut­verki sínu seg­ir hann svo vera ef fé­lagið hafi lengi verið órekstr­ar­hæft. „Ég tek það fram að ég veit ekki um fjár­hags­stöðu WOW air en umræðan um fé­lagið er þannig að mér sýn­ist það ljóst að fé­lagið hafi verið í ákveðinni klemmu hvað varðar rekstr­ar­hæfi.“

Björgólf­ur bend­ir m.a. á frétt Morg­un­blaðsins í gær þar sem kem­ur fram að sam­kvæmt heim­ild­um hafi WOW air tapað 22 millj­örðum króna í fyrra. Sú tala sé „skugga­leg“.

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, og Björgólfur Jóhannsson.
Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air, og Björgólf­ur Jó­hanns­son.

Mála skratt­ann á vegg­inn 

For­stjór­inn fyrr­ver­andi seg­ir óviss­una í kring­um stöðu mála hjá WOW air vera stærsta þátt­inn núna. Hann seg­ir umræðuna hafa verið mikið í þá átt­ina að um rosa­legt högg sé að ræða ef flug­fé­lagið færi í þrot, sem það vissu­lega sé.

„Það er orðið ljóst að WOW air er orðið helm­ing­ur­inn af því sem að var þannig að áhrif­in eru kom­in fram. Ég velti því fyr­ir mér hvort verið sé að mála skratt­ann á vegg­inn í þessu sam­bandi,“ seg­ir hann og nefn­ir að fé­lagið sé komið í níu vél­ar núna en þær hafi verið yfir tutt­ugu á sín­um tíma.

Spurður út í stöðu Icelanda­ir seg­ir hann flug­fé­lagið vera í þeirri stöðu sem fé­lag þarf að vera í þegar koma brekk­ur. Þannig sé flug­brans­inn. „Við viss­um það á meðan ég var þarna og Bogi [Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir] hef­ur haldið því áfram að flugrekst­ur er sveiflu­kennd­ur og fé­lagið þarf að vera und­ir­búið und­ir þá sveiflu og mér sýn­ist á öllu að Icelanda­ir sé í góðri stöðu hvað það varðar,“ seg­ir Björgólf­ur og tek­ur fram að fjár­hags­staða flug­fé­lags­ins sé sterk og að fé­lagið njóti trausts.

Hvorki náðist í for­stjóra Sam­göngu­stofu né sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra við vinnslu frétt­ar­inn­ar. 

mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK