Gengi Icelandair Group hefur lækkað um 7,3% það sem af er degi í Kauphöll Íslands.
Gengi bréfa Icelandair stóð í 9 kr. bréfið við upphaf dags en er nú komið í 8,34 kr.
Virðist vera sem svo að markaðurinn sé að bregðast við fregnum af gangi mála hjá WOW air en meirihluti skuldabréfaeigenda WOW air hefur komist að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins. Kom það fram í fréttatilkynningu frá WOW air upp úr hádegi.
Um það leyti féll gengi Icelandair Group um 10% en lægst hefur gengi félagsins farið í 8 kr. bréfið í dag.
Viðskipti með bréf Icelandair hafa þó verið takmörkuð og nemur heildarfjárhæð þeirra um 45 milljónum króna.