Markmiðið hafið yfir vafa

Samgöngustofa.
Samgöngustofa. mbl.is/​Hari

Eftirliti með fjárhag flugrekenda í því skyni að tryggja flugöryggi er alltaf hagað í samræmi við aðstæður hverju sinni.

Þetta segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, spurð út í ummæli fyrrverandi forstjóra Icelandair. Þar velti hann fyrir sér hvort Samgöngustofa hafi brugðist með því að afturkalla ekki flugrekstrarleyfi WOW air vegna erfiðs reksturs flugfélagsins.

Þórhildur Elín segir Samgöngustofu ekki svara til um málefni einstakra leyfishafa. Hlutverk stofnunarinnar sé að gefa út flugrekstrarleyfi og slíkum leyfum fylgi ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla.

Meðal þess sem Samgöngustofa gerir til þess að hafa eftirlit með því að þeim skilyrðum sé fullnægt er að sinna fjárhagslegu eftirliti en það varðar það að flugöryggi sé á öllum tímum og undir öllum kringumstæðum tryggt,“ segir hún og bendir á að markmið eftirlitsins skuli vera hafið yfir vafa, hverjar sem aðstæðurnar eru.

Hún segir grundvöll eftirlitsins vera að finna í samevrópskri reglugerð en þar er m.a. heimild til að leyfa endurskipulagningu í rekstri. Slíkt getur krafist þess að eftirlitið þurfi að vera umfangsmeira og ítarlegra.

„Eftirliti með fjárhag flugrekenda í því skyni að tryggja flugöryggi er alltaf hagað í samræmi við aðstæður hverju sinni,“ segir hún. „Þegar aðstæður eru þannig þá er jafnframt haft öflugt samráð við ráðuneyti og ráðherra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK