Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri verkfræðifyrirtækisins Mannvits, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að áhugi einkafjárfesta á því að fjárfesta í virkjunum hér á landi, bæði vindorkuverum og smærri vatnsaflsvirkjunum, hafi farið vaxandi síðustu tólf mánuðina. „Það eru margir litlir virkjunarkostir víða um land sem þykja áhugaverðir, og það hafa margir áhugasamir aðilar leitað til okkar undanfarið sem vilja fjárfesta,“ segir Örn.
Spurður að því hvað ráði þessum aukna áhuga segir Örn að mögulega sé það aukinn þrýstingur alþjóðlega á að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti. „Þá líta menn til grænni leiða, og hér á Íslandi eru mjög mörg tækifæri til umhverfisvænnar framleiðslu. Víða í Evrópu hafa menn fullnýtt getu sína til að framleiða raforku með vatnsafli, en í Austur-Evrópu eru þó enn talsverð tækifæri í nýtingu jarðvarma til orkuframleiðslu.“
Aðspurður segir Örn að verkefni er snúa að orkuframleiðslu séu allt að þriðjungur af ársveltu Mannvits, en það sveiflist aðeins á milli tímabila.
„Við erum að vinna núna að nokkrum vindorkuverkefnum á mismunandi stigum. Við höfum unnið með Landsvirkjun að undirbúningi vindorkugarðsins við Búrfell, og þá erum við að vinna með EM Orku í Garpsdal í Reykhólahreppi m.a.“
Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.