Super Break flýgur áfram til Akureyrar

Beint flug Super Break, breskrar ferðaskrifstofu, frá Englandi til Akureyrar …
Beint flug Super Break, breskrar ferðaskrifstofu, frá Englandi til Akureyrar hefst í febrúar 2020, töluvert seinna en veturinn á undan, og flogið verður fram í apríl. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Breska ferðaskrif­stof­an Super Break mun halda áfram áætlunarflugi til Akureyrar næsta vetur og verður þetta þriðja árið í röð sem Super Break mun fljúga til Akureyrar. 

Í tilkynningu Flug­klas­anum AIR 66N, sem vinn­ur að markaðssetn­ingu Ak­ur­eyr­arflug­vall­ar, segir að breytingar verði gerðar á skipulaginu, áætlunarflugið hefst í febrúar 2020, töluvert seinna en veturinn á undan, og flogið verður fram í apríl.

Haft er eftir Chris Hagan, sem hefur yfirumsjón með verkefninu hjá Super Break, að 14 ferðir verði settar í sölu til að byrja með frá mikilvægustu héraðsflugvöllunum í Bretlandi. Þá standa vonir til þess að  hægt verði að bæta fleiri ferðum við, jafnvel frá öðrum flugvöllum.

Þegar Super Break hóf að bjóða ferðir til Ak­ur­eyr­ar veturinn 2017 gekk vélunum erfiðlega að lenda á flugvellinum. Flug­fé­lagið Enter Air sinnti leiguflugi fyr­ir Super Break fyrst um sinn en nú er flugið í höndum breska flug­fé­lags­ins Tit­an Airways.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK