Flugfélagið WOW air opnaði fyrir bókanir á vefsíðu sinni 23. nóvember 2011. Nú í morgun var bókunarsíðu félagsins lokað og viðskiptavinum fyrirtækisins tilkynnt að félagið hefði hætt starfsemi.
Þannig var bókanasíða fyrirtækisins opin í nákvæmlega 2.683 daga og frá því flugfélagið flaug jómfrúarflugið til Parísar 31. maí 2012 og þar til síðasta vél félagsins lenti á flugvelli í Norður-Ameríku í gærkvöldi tóku um 9,7 milljónir farþega sér far með fyrirtækinu á ferðinni yfir Atlantshafið.
Nú er saga WOW að lokum komin en vænta má þess að skiptastjórar þrotabús félagsins eigi mikið verk fyrir höndum.