2.683 daga þeysireið

Flugfélagið WOW air opnaði fyrir bókanir á vefsíðu sinni 23. nóvember 2011. Nú í morgun var bókunarsíðu félagsins lokað og viðskiptavinum fyrirtækisins tilkynnt að félagið hefði hætt starfsemi.

Þannig var bókanasíða fyrirtækisins opin í nákvæmlega 2.683 daga og frá því flugfélagið flaug jómfrúarflugið til Parísar 31. maí 2012 og þar til síðasta vél félagsins lenti á flugvelli í Norður-Ameríku í gærkvöldi tóku um 9,7 milljónir farþega sér far með fyrirtækinu á ferðinni yfir Atlantshafið.

Nú er saga WOW að lokum komin en vænta má þess að skiptastjórar þrotabús félagsins eigi mikið verk fyrir höndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK