„Við munum gera okkar besta við að aðstoða farþega og áhafnir WOW. Þetta er nýkomið upp og við erum að skoða hvað við getum gert. Það kemur í ljós á næstunni,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig Icelandair mun bregðast við þeirri stöðu að flugfélagið WOW air hefur stöðvað starfsemi sína. Fjöldi farþega víða um heim sem átti bókað flug með WOW air þarf að bóka flug með öðrum flugfélögum til að komast á leiðarenda.
mbl.is fylgist með gangi mála.