Leigusalarnir stöðvuðu starfsemi WOW

TF-GPA hefur að undanförnu verið kyrrsett í flugskýli 885 á …
TF-GPA hefur að undanförnu verið kyrrsett í flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli. Nú eru allar vélar félagsins kyrrsettar á flugvöllum víðs vegar um Evrópu og Norður-Ameríku. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Fugvélaleigusalar WOW air létu kyrrsetja vélar félagsins í Bandaríkjunum og Kanada í nótt. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn WOW air frá sér tilkynningu um að vélarnar hefðu verið stöðvaðar þar til samningar um hlutafjáraukningu yrðu kláraðir.

Hlutirnir gerðust svo hratt í morgun og forsvarsmenn WOW air héldu á fund Samgöngustofu kortér yfir átta og lögðu inn flugrekstrarleyfi félagsins. Samgöngustofa gaf leyfið út til félagsins 29. október árið 2013. Samgöngustofa hefur lögum samkvæmt eftirlitshlutverk með starfsemi flugfélaga og getur eftir atvikum svipt þau starfsheimildum ef þau eru ekki rekstrarhæf.

Samgöngustofa greip ekki inn í

Stofnunin hefur á síðustu mánuðum fylgst grannt með starfsemi WOW air og forsvarsmenn félagsins hafa reglulega fundað með fulltrúum stofnunarinnar. Nú er hins vegar ljóst að það voru flugvélaleigusalar fyrirtæksins, fyrirtækin ALC, Tungnaa Aviation Leasing Limited og Sog Aviation Leasing Limited, sem ákváðu að krefjast kyrrsetningar á vélunum vegna vanefnda á leigusamningum.

Vél í eigu ALC stendur nú á Keflavíkurflugvelli á grundvelli samkomulags milli WOW air og Isavia. Sú vél er veðandlag hins opinbera hlutafélags gagnvart þeim skuldum sem hlaðist hafa upp vegna vangoldinna lendingargjalda WOW air á Keflavíkurflugvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK