Seðlabankinn greip inn í

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands greip inn í á gjaldeyrismarkaði í dag. Það staðfesti Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, í skriflegu svari til mbl.is í dag.

Inngrip Seðlabankans má rekja til gjaldþrots WOW air en gengi krónunnar veiktist fremur takmarkað í kjölfar þeirra frétta.

Það sem af er degi veiktist gengi krónunnar um 0,7% gagnvart evru og 0,8% gagnvart Bandaríkjadal. Skömmu eftir að ljóst var um fall WOW air lækkaði gengið um 1,4% gagnvart evru og um 1,5% gagnvart Bandaríkjadal. Sú lækkun gekk svo til baka eftir því sem leið á daginn.

Ekki er ljóst hvert umfang inngrips Seðlabankans er. Verður það birt á heimasíðu bankans innan tveggja daga.

Skúli Mogensen stofnaði flugfélagið WOW air árið 2012. Félagið varð …
Skúli Mogensen stofnaði flugfélagið WOW air árið 2012. Félagið varð gjaldþrota í dag. mbl.is/Rax
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK