Ekkert í hendi en leita til áhugasamra

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert

Isavia segir ekkert í hendi varðandi önnur flugfélög sem hefðu áhuga á að fljúga til Keflavíkurflugvallar og reyna að fylla í skarðið sem varð við gjaldþrot WOW air í síðustu viku. Tilkynnt var um að hollenska flugfélagið Transa­via muni fljúga frá Schip­hol til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar þris­var sinn­um í viku frá 5. júlí.

Isavia er að vinna í þessum málum og við tökum áfram þátt í ráðstefnu sem við höfum gert áður þar sem við ræðum við áhugasöm flugfélög,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.

Hann bendir á að flugfélög sem hafi áhuga á lendingarplássum í Keflavík sæki um þau í gegnum þriðja aðila sem sjái um úthlutun á plássum, samkvæmt alþjóðareglum.

Guðjón segist ekki vera með á hreinu hversu mikið af plássum hafi losnað við brotthvarf WOW air en segir ýmsa tíma lausa á Keflavíkurflugvelli. 

„Það eina sem er í hendi er tilkynningin frá því í gær,“ segir Guðjón en þar kom meðal annars fram að Isavia myndi áfram leita til flugfélaga um að hefja flug til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK