Kaupskil ehf., dótturfélag Kaupþings og stærsti einstaki eigandi í Arion banka, ætlar að selja 10% hlut í bankanum, en félagið á samtals 32,67%.
Ferlið hófst nú í dag eftir lokun markaða og verður með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Samtals verða seldar 200 milljónir hluta í bankanum, en við lokun markaða var gengi bréfanna 76,7 krónur og heildarvirði þeirra hluta sem á að selja því 15,34 milljarðar.
Greint var frá þessu fyrst á vef Fréttablaðsins, en upplýsingafulltrúi Kaupþings hefur staðfest við mbl.is að þessi sala standi fyrir dyrum.