Brynjólfur Ægir til Advania

Brynjólfur Ægir Sævarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Advania Advice.
Brynjólfur Ægir Sævarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Advania Advice. Ljósmynd/Aðsend

Brynjólfur Ægir Sævarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Advania Advice, ráðgjafateymis Advania. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Brynjólfur er viðskiptafræðingur með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og með próf í miðlun verðbréfa. Hann vann í 12 ár hjá Landsbankanum, lengst af sem útibússtjóri, en síðar sem forstöðumaður viðskiptaþróunar. Hjá Landsbankanum hlaut hann einnig vottun í fjármálaráðgjöf. Síðasta árið hefur hann unnið að sprotaverkefnum á sviði fjármálaþjónustu.

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Advania Advice sé óháð ráðgjafateymi sem styðji stjórnendur fyrirtækja í að takast á við áskoranir í stafrænni þróun, meðal annars áskoranir á borð við stefnumótun, forgangsröðun í vali á verkefnum ásamt þróun ferla og hönnun þjónustu. Teymið samanstendur af ráðgjöfum með mikla reynslu og sérþekkingu.

„Það er akkur að fá til okkar svo reyndan stjórnanda sem sjálfur hefur tekist á við þær miklu áskoranir sem nú eru að gjörbreyta fyrirtækjarekstri,“ er haft eftir Önnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra ráðgjafar og sérlausna hjá Advania, í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK