Hefja lokaviðræður um sölu á Icelandair hotels

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Kristinn Magnússon

Icelandair Group mun áfram eiga 20% hlut í Icelandair hotels og tengdum fasteignum gangi samningaviðræður við mögulegan kaupanda eftir. Ákveðið hefur verið að ganga til lokasamningaviðræðna um sölu á hótelunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en fram kemur að ekki verði greint frá nafni mögulegs kaupanda að svo stöddu.

Greint var frá því í maí á síðasta ári að Icelandair hefði sett dótturfélagið Icelandair hotels á sölu. Fé­lagið rek­ur í dag 13 hót­el und­ir merkj­um Icelanda­ir hót­ela og Hót­el Eddu. Sam­tals er um að ræða 1.937 her­bergi á land­inu öllu, 876 í Reykja­vík, 450 á lands­byggðinni og 611 á sum­ar­hót­el­um Hót­el Eddu. Þá er stefnt að opn­un nýs hót­els við Aust­ur­völl árið 2019.

Samkvæmt tilkynningunni stefna samningsaðilar á að viðskiptin eigi sér stað við lok annars ársfjórðungs á þessu ári, en nánar verður greint frá fyrirhuguðum viðskiptum nái kaupandi og seljandi saman um kaupsamning.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK