Icelandair rýkur upp en Arion lækkar

Boeing 737 MAX-þota Icelandair.
Boeing 737 MAX-þota Icelandair.

Hluta­bréf í Icelanda­ir hafa rokið upp í viðskipt­um í Kaup­höll­inni í byrj­un viðskipta­dags. Hafa bréf fé­lags­ins hækkað um 6,88% í tæp­lega 90 millj­óna króna viðskipt­um, en í morg­un var greint frá því að banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið PAR capital mana­gement myndi kaupa 11,5% í flug­fé­lag­inu.

Bréf í Ari­on banka hafa hins veg­ar lækkað um tæp­lega 5% í viðskipt­um í dag, en sam­tals hafa átt sér stað viðskipti fyr­ir rúm­lega 6 millj­arða. Í gær var greint frá því að Kaupskil, dótt­ur­fé­lag Kaupþings og stærsti ein­staki eig­andi í Ari­on banka, ætlaði að selja 10% hlut í bank­an­um, en virði hlut­ar­ins miðað við markaðsvirði í gær var um 15,3 millj­arðar.

Bréf í öðrum fyr­ir­tækj­um hafa hækkað eða staðið í stað það sem af er degi. Bréf í Festi hafa hækkað um 3,5%, í Sím­an­um um tæp­lega 3% og í Reg­in og Sjóvá um rúm­lega 2,6%. VÍS hef­ur farið upp um 2,5% og Reit­ir um 2,22%, á meðan Hag­ar hafa hækkað um 1,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK