Erlendur sjóður kaupir 11,5% hlut í Icelandair

PAR Capital Management hefur keypt 11,5% hlut í Icelandair.
PAR Capital Management hefur keypt 11,5% hlut í Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelanda­ir og banda­ríski fjár­fest­inga­sjóður­inn PAR Capital Manag­ment hafa kom­ist að sam­komu­lagi um kaup sjóðsins á 11,5% hlut í Icelanda­ir, en á hlut­hafa­fundi í nóv­em­ber var samþykkt að auka hluta­fé fé­lags­ins um 625 millj­ón­ir hluta.

Kaup­ir PAR alla þessa hluti, en sam­kvæmt til­kynn­ingu er kaup­verðið 9,03 krón­ur á hlut. Er því um að ræða viðskipti fyr­ir 5,64 millj­arða króna. Við lok­un markaða í gær var gengi bréfa Icelanda­ir 9,59 krón­ur á hlut. Verður PAR með viðskipt­un­um næst­stærsti hlut­hafi Icelanda­ir á eft­ir Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna.

Sam­komu­lagið er bundið fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa­fund­ar og því að hlut­haf­ar af­sali sér for­gangs­rétti að hinum nýju hlut­um. Icelanda­ir Group mun boða til hlut­hafa­fund­ar sem hald­inn verður 24. apríl.

PAR Capital Mana­gement er fjár­fest­ing­ar­sjóður staðsett­ur í Bost­on sem hef­ur 4 millj­arða Banda­ríkja­dala í stýr­ingu. Sjóður­inn var stofnaður árið 1990 og legg­ur áherslu á lang­tíma­fjár­fest­ing­ar í ferðaþjón­ustu og sta­f­ræn­um miðlum. Sjóður­inn hef­ur meðal ann­ars fjár­fest í flug­fé­lög­un­um Delta Air­lines, Sout­hwest air­lines og Jet­blue, auk ferðabók­un­ar­síðunum Expedia og Book­ing.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að hluta­fjáraukn­ing­unni sé ætlað að styrkja fjár­hags­stöðu Icelanda­ir og gera fé­lag­inu kleift að nýta vaxta­tæki­færi sem nú­ver­andi aðstæður á flug­markaði kunna að fela í sér. Gef­ur þetta til kynna að Icelanda­ir ætli sér að reyna að fylla í skarð WOW air, sem varð gjaldþrota í síðustu viku, en fé­lagið var helsti keppni­naut­ur Icelanda­ir á flugi til og frá Íslandi.

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna er áfram stærsti hlut­hafi Icelanda­ir, en fé­lagið á rétt tæp­lega 700 millj­ón­ir hluta. PAR verður hins veg­ar tals­vert stærri en líf­eyr­is­sjóðirn­ir Gildi, Birta og LSR, en þeir eiga á bil­inu 354 millj­ón­ir og upp í 400 millj­ón­ir hluta hvert fé­lag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK