Vilja selja og leigja þúsundir sporthýsa

Einföld skandinavísk hugsun er ráðandi í hönnun Mink-sporthýsisins.
Einföld skandinavísk hugsun er ráðandi í hönnun Mink-sporthýsisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mink Campers ehf., framleiðandi Mink-sporthýsisins, sem ætlað er til ferðalaga úti í náttúrunni, frumsýnir í Smáralind á morgun aðra kynslóð sporthýsisins, sem nú hefur verið endurhannað með fjöldaframleiðslu í flatpakkningum og hagkvæmni í huga.

Forsvarsmenn Mink Campers, þeir Kolbeinn Björnsson og Ólafur Gunnar Sverrisson, segja í samtali við ViðskiptaMoggann að stefnt sé að því að innan fimm ára muni þeir selja um 2-3 þúsund hjólhýsi á ári, og vera þar að auki með um 2-300 útleigustöðvar fyrir sporthýsin vítt og breitt um Evrópu og Bandaríkin.

„Við byrjum að bjóða leiguþjónustuna nú á þessu ári í skosku hálöndunum, rúmensku hálöndunum, í Norður-Noregi og í Hamborg í Þýskalandi.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK