Mótmæla „leigubrjálæði“

Gengið eftir Karl-Marx-Allee í Berlín.
Gengið eftir Karl-Marx-Allee í Berlín. AFP

Þúsund­ir tóku þátt í mót­mæla­göng­um í þýsk­um borg­um í dag þar sem háu leigu­verði var mót­mælt und­ir slag­orðinu „leigu­brjálæði“ eða Mietwahns­inn.

Skipu­leggj­end­ur segja að 6 þúsund hið minnsta hafi mætt á Al­ex­and­er­torg í Berlín fyrr í dag og þaðan lá leiðin í hverfið Kr­euz­berg þar sem marg­ir inn­flytj­end­ur búa. Hverfið er nýj­asta fórn­ar­lamb fast­eigna­fyr­ir­tækja sem vilja græða sem mest á stutt­um tíma með því að kaupa upp nán­ast all­ar bygg­ing­ar sem þeir kom­ast yfir, rífa þær og byggja lúxus­í­búðir í staðinn. 

AFP

„Ekki eyðileggja íbúðar­hæf hús,“ kölluðu mót­mæl­end­ur í Berlín í morg­un og töluðu um fast­eigna­há­karl­ana. Jafn­framt er verið að safna und­ir­skrift­um þar sem farið er fram á að íbú­ar í Berlín fái að greiða at­kvæði um að borg­ar­yf­ir­völd taki bygg­ing­ar eign­ar­námi sem fast­eigna­fé­lög­in hafa keypt. Um er að ræða yfir þrjú þúsund íbúðir. 

Talað er um fé­lög eins og Deutsche Wohnen og Vonovia, sem hafa keypt þúsund­ir húsa í Berlín en fast­eigna­verð er víðast hvar hærra í öðrum höfuðborg­um Evr­ópu. Fyr­ir­tæk­in kaupa hús­in, jafna þau við jörðu og byggja lúxus­í­búðir sem síðan eru leigðar út fyr­ir háar fjár­hæðir.

AFP

Þetta hef­ur vakið mikla reiði meðal al­menn­ings sem tel­ur sig ekki leng­ur hafa ráð á að búa í borg­inni. Meðal­verð húsa­leigu í Berlín hef­ur hækkað um­tals­vert síðustu miss­eri og segja for­svars­menn mót­mæl­anna að stjórn­völd­um hafi mistek­ist að stemma stigu við þess­ari þróun.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK