Auglýsingar Heklu og Emmsjé Gauta bannaðar

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti.
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti. mbl.is/​Hari

Neytendastofa hefur bannað Heklu og tónlistarmanninum Emmsjé Gauta að nota duldar auglýsingar á Instagram og Facebook.

Í tilkynningu á vef Neytendastofu kemur fram að borist hafi ábendingar um færslur Heklu og Emmsjé Gauta á samfélagsmiðlunum Instagram og Facebook sem hugsanlega væru duldar auglýsingar á AudiQ5-bifreið.

Neytendastofa krafði Heklu um upplýsingar um hvort endurgjald hefði komið fyrir umfjöllunina og hver aðkoma fyrirtækisins hefði verið að umfjölluninni. Fram kom að Hekla gerði samkomulag við tónlistarmanninn um m.a. markaðssetningu á bifreiðinni auk þess sem gerður var rekstrarleigusamningur um afnot af bifreið til einkanota.

Neytendastofa taldi að um væri að ræða markaðssetningu og að ekki hefði komið fram með nægilega skýrum hætti að umfjöllunin hefði verið auglýsing eða að hún væri gerð í viðskiptalegum tilgangi, að því er segir í tilkynningunni.

Samkvæmt gögnum málsins er um tvær færslur að ræða frá 11. september í fyrra. Annars vegar myndbirting á Instagram-reikning áhrifavaldsins Emmsjé Gauta þar sem hann stendur fyrir framan bifreiðina og nafn fyrirtækis kemur fram í hlekk auk tegundar bifreiðar og textinn „Massívt ♥ á audi_island“, segir í niðurstöðu Neytendastofu.

Hins vegar er um að ræða myndbirtingu á Instagram-reikningi Heklu, audi_island, en Emmsjé Gaut ásamt starfsmanni umboðsins standa fyrir framan bifreiðina og er umboðið og tónlistarmaðurinn merktur í færslunni og honum óskað til hamingju með nýju bifreiðina.

„Hvorug þessara færslna er þó merkt sem auglýsing eða með öðrum skýrum hætti greint frá því að þær séu gerðar í viðskiptalegum tilgangi og í samstarfi,“ segir í niðurstöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK