WOW seldi losunarheimildir

WOW þota á Keflavíkurflugvelli.
WOW þota á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/​Hari

Forsvarsmenn WOW air seldu losunarheimildir vegna útblásturs frá starfsemi félagsins skömmu áður en félagið fór í þrot. Andvirði sölunnar, sem nam um 400 milljónum króna samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans, átti að nota til að standa straum af launagreiðslum vegna marsmánaðar.

Fjármunir vegna sölu heimildanna komu hins vegar aldrei í hlut fyrirtækisins meðan það starfaði. Greiðslan fyrir þær barst ekki fyrr en um nýliðin mánaðamót eða nokkrum sólarhringum eftir að flugfélagið var gefið upp til gjaldþrotaskipta.

Losunarheimildir þær sem félagið hefur fengið úthlutaðar án endurgjalds á síðustu árum hafa sífellt orðið verðmætari en heimildir af þessu tagi ganga kaupum og sölum. Þannig hefur hver losunarheimild, sem jafngildir einu tonni af koltvísýringi, hækkað úr rúmum 13 evrum fyrir ári í rúmar 24 evrur um þessar mundir. WOW hafði fengið úthlutaðar ríflega 150 þúsund einingar fyrir árið í ár, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK