Biðla til almennings um endurreisn WOW

Á síðunni hluthafi.com geta einstaklingar og fyrirtæki lagt fram hlutafé …
Á síðunni hluthafi.com geta einstaklingar og fyrirtæki lagt fram hlutafé í krafti fjöldans til að tryggja rekstur WOW air til framtíðar. Ekki kemur fram hverjir standa að síðunni, nema að þar séu að verki „hollvinir almennrar samkeppni“. Skjáskot

„Við teljum að ef Skúli og hans besta fólk getur endurreist WOW Air þá eigum við sem einstaklingar í þessu landi að sameinast um að hjálpa til.“ Svo segir á heimasíðunni hluthafi.com, þar sem einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að leggja fram „lítilsháttar hlutafé“ í krafti fjöldans og tryggja rekstur WOW air til framtíðar.

Greint var frá tilurð síðunnar á vef Fréttablaðsins. Ekki er ljóst hver eða hverjir standa að baki síðunni, eingöngu að um sé að ræða fyrrum viðskiptavini WOW air og annarra flugfélaga. „Við vitum að ef samkeppni minnkar eða fellur niður í samkeppnisumhverfi þá töpum við til lengri tíma. Auk þess vitum við að ferðaþjónusta á Íslandi hefur aukið hagvöxt og lífsgæði á undanförnum árum og viljum við tryggja þau gæði áfram,“ segir meðal annars á síðunni.

Greint var frá því í síðustu viku að Skúli hygðist end­ur­vekja rekst­ur flug­fé­lags­ins. Þá kom fram að Skúli og aðrir lyk­il­starfs­menn WOW air leiti um þess­ar mund­ir fjár­mögn­un­ar upp á 40 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, eða sem nem­ur um 4,8 millj­örðum króna, til að standa straum af kostnaði við upp­haf rekst­urs­ins. Þá greindi RÚV frá því í gær að Skúli Mo­gensen, stofn­andi og fyrr­ver­andi for­stjóri WOW air, hafi fundað með full­trú­um eig­enda KEA-hót­ela í vik­unni um stofn­un nýs flug­fé­lags.

Aðstandendur síðunnar setja stefnuna á að safna 10-20 þúsund hluthöfum og stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW air eða nýju lággjalda flugfélagi. Ef það tekst hins vegar ekki verða engin hlutafjárloforð skuldbindandi og falla því niður ógild.

Í skilmálum síðunnar kemur fram að einstaklingar þurfa að vera fjárráða til að skrá hlutafjárloforð. Einstaklingum sem ekki hafa eignast hlut í félagi áður eiga helst ekki að lofa meira hlutafé en sem nemur fimmtungi af mánaðarlaunum en fyrirtæki og fjárfestar geta lagt fram loforð án takmarkana.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK