Björn Óli hættir sem forstjóri Isavia

Björn Óli Hauksson hefur látið af störfum sem forstjóri Isavia.
Björn Óli Hauksson hefur látið af störfum sem forstjóri Isavia. mbl.is/​Hari

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, hef­ur sagt starfi sínu lausu og  lætur nú þegar af störfum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Isavia sendi frá sér nú í kvöld, en Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, og Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu annast daglegan rekstur félagsins þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.

Haft er eftir Birni Óla í tilkynningunni að hann hafi nú starfað hjá Isavia í meira en tíu ár og sá tími hafi verið bæði viðburðaríkur og skemmtilegur. „Ég hef fengið að taka þátt í uppbyggingu á Isavia sem hefur verið einstakt. Einnig hef ég fengið tækifæri til að vinna með frábæru starfsfólki í umhverfi þar sem áskoranir eru og hafa verið miklar. Ég er þakklátur fyrir það hversu vel hefur tekist til og nú er að hefjast enn einn kaflinn í sögu Isavia. Í því ljósi tel ég að nú sé góður tími fyrir nýtt fólk til að taka við keflinu,”segir Björn Óli.

Þakkar Orri Hauksson, stjórn­ar­formaður Isavia, Birni Óla fyrir hönd stjórnar fyr­ir starf sitt fyrir félagi. Stjórnin virðir ákvörðun hans um að nú sé góður tíma­punkt­ur til að láta af störf­um og hafist verði handa við að ráða nýjan forstjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK