Ekki brýn þörf lengur fyrir RÚV

Útvarpshúsið við Efstaleiti.
Útvarpshúsið við Efstaleiti. Eggert Jóhannesson

Þórólf­ur Gísla­son kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga gagn­rýn­ir Rík­is­út­varpið í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann og seg­ir að þörf­in fyr­ir RÚV sé ekki eins brýn og áður. „Ríkið er fyr­ir­ferðar­mikið á þess­um markaði sem er ekki hollt til lengd­ar, og í raun mjög um­hugs­un­ar­vert, enda þörf­in ekki eins brýn og áður var. Ríkið rak einu sinni dreifi­kerfi á kart­öfl­um, en er hætt því sem dæmi. Þessi mikli rekst­ur rík­is­ins á fjöl­miðlum býður upp á ákveðna hættu. Að fjöl­miðill­inn verði ríki í rík­is­kerf­inu og leiði skoðana­mynd­un. Við þekkj­um það í lönd­um þar sem ekki er virkt lýðræði, að þar eru rík­is­fjöl­miðlar mjög fyr­ir­ferðar­mikl­ir.“

Ákvörðun skatt­greiðenda

Þórólf­ur bæt­ir við að sér finn­ist að það eigi að vera val skatt­greiðenda hvort þeir vilji halda þessu úti eða ekki. „Þetta er ekki þjóðarnauðsyn eins og heil­brigðis­kerfið. Þetta er ekki leng­ur einn af grunnþátt­un­um. Ég held að menn eigi mark­visst að draga úr hinum miklu um­svif­um Rík­is­út­varps­ins. Ekki síst til þess að tryggja lýðræðis­stöðuna í land­inu.“

Þess ber að gera að KS á ríf­lega fimmt­ungs­hlut í út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðsins.

Þórólfur Gíslason vill draga úr umsvifum Ríkisútvarpsins.
Þórólf­ur Gísla­son vill draga úr um­svif­um Rík­is­út­varps­ins. mbl.is/​RAX
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK