WOW Cyclothon áfram undir flaggi WOW

WOW Cyclothon er stærsta hjólreiðakeppni landsins.
WOW Cyclothon er stærsta hjólreiðakeppni landsins.

Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon mun verða haldin undir flaggi WOW air í áttunda sinn nú í júní þrátt fyrir að flugfélagið sem verið hefur aðalstyrktaraðili keppninnar, sé ekki lengur starfandi. Ákvörðunin var tekin í sameiningu af stofnendum keppninnar, þeim Skúla Mogensen fyrrverandi forstjóra og eiganda WOW air og Magnúsi Ragnarssyni, framkvæmdastjóra hjá Símanum.

WOW Cyclothon var stofnað af þeim Skúla og Magnúsi árið 2011 og náði fljótt að festa sig í sessi sem langstærsta hjólreiðakeppni landsins. Þátttökuliðin hjóla réttsælis hringinn um landið og hröðustu liðin koma í mark á undir 40 klukkustundum. Flugfélagið WOW hefur frá upphafi verið langstærsti stuðningsaðili keppninnar en samkvæmt samtali mbl.is við Magnús Ragnarsson þá var ákveðið að halda nafni og útliti óbreyttu í ár þar sem skammur tími er til stefnu.

WOW Cyclothon fer fram 25. – 29. júní í ár og eru þegar fjöldi liða skráðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka