Heima í 15 ár

Þórólfur Gíslason hefur verið kaupfélagsstjóri í 31 ár.
Þórólfur Gíslason hefur verið kaupfélagsstjóri í 31 ár. mbl.is/Ragnar Axelsson

Öfugt við marga forstjóra í íslenskum stórfyrirtækjum, þá hefur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, sem velti um 36 milljörðum króna á síðasta ári og skilaði fimm milljörðum króna í hagnað, ekki séð ástæðu til að ferðast mikið út fyrir landsteinana síðustu ár. 15 ár eru síðan hann fór síðast til útlanda. 

Það er tilfinning hans að fleiri séu núna að eyða peningum en á árunum fyrir hrun. „Þjóðin var á yfirsnúningi 2005 – 2008, en ég held að nú sé breiðari hópur á eyðsluflippi. Fólki finnst orðið eðlilegt að fara 5 – 6 sinnum til útlanda á ári,“ segir Þórólfur í samtali við ViðskiptaMoggann.

Lækkun virðisaukaskatts besta kjarabótin

Hann segir að besta kjarabótin núna væri að lækka virðisaukaskatt á matvæli. „Það kæmi láglaunafólki best, og vinnur auk þess gegn verðbólgu. Þá finnst mér ekki spennandi að ríkið eigi húsnæði á móti einstaklingum,“ segir Þórólfur og vísar þar í ákvæði í Lífskjarasamningunum svokölluðu um aðkomu ríkisins að fasteignakaupum fólks. „Í Sovétkerfinu átti ríkið húsnæðið 100%. En hér eru áform um að ríkið eigi 15-30%. Svo heldur þetta áfram, og innan fárra ára mun ríkið eiga 50% á móti fólkinu.“

Kaupfélag Skagfirðinga er með mikla starfsemi á Sauðárkróki.
Kaupfélag Skagfirðinga er með mikla starfsemi á Sauðárkróki.

Flótti frá samfélaginu

Þórólfi finnst þjóðin vera orðin of neyslumiðuð. „Það á að hvetja til sparnaðar hér, og gott ef þú getur verið búinn að eignast þitt húsnæði um miðjan aldur, til að geta átt það sem varasjóð. Áður var það þannig að fólk útskrifaðist úr skóla og fór beint að vinna, en nú fara allir í sex mánaða heimsreisu. Þetta er ákveðinn flótti frá því að taka þátt í samfélaginu.“

Viðtalið við Þórólf birtist í heild sinni í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu í gær, miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK