365 miðlar komnir yfir 10% í Skeljungi

Hjón­in Ingi­björg Pálma­dótt­ir og Jón Ásgeir Jó­hann­es­son.
Hjón­in Ingi­björg Pálma­dótt­ir og Jón Ásgeir Jó­hann­es­son. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

365 miðlar, fé­lag í eigu Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, hefur aukið við hlut sinn í Skeljungi og á félagið nú 4,32% hlutabréfa í olíufélaginu, auk þess sem 365 miðlar hafa gert framvirka samninga um kaup á 5,69% í félaginu til viðbótar. Er því samtals um að ræða 10,01% í Skeljungi.

Með viðskiptunum fer hlutur 365 miðla yfir 10% og þurfti því að tilkynna um viðskiptin til Kauphallarinnar. Fyrir tæplega tveimur vikum síðan var greint frá því að 365 miðlar hefðu keypt 3,02% í Skeljungi og gert framvirka samninga um kaup á 4,64% hlut. Samtals var um að ræða viðskipti upp á 1.300 milljónir.

Síðan þá hefur félagið keypt 1,30% til viðbótar og gert framvirkan samning upp á 1,05%. Miðað við markaðsvirði bréfa Skeljungs í dag í Kauphöllinni er heildareign 365 miðla metin á 1,74 milljarða.

Samkvæmt lista yfir stærstu hluthafa Skeljungs, sem finna má á heimasíðu félagsins og uppfærður var við lok viðskipta á miðvikudaginn fyrir páska, var Gildi stærsti hluthafi Skeljungs með 9,2% hlut. Með tilliti til framvirku samninganna eru 365 miðlar því orðnir stærsti eigandi Skeljungs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK