Áforma 35 vindmyllur í Garpsdal

Vindmillur við Búrfell.
Vindmillur við Búrfell. mbl.is/Árni Sæberg

EM Orka áform­ar að reisa allt að 130 MW vindorkug­arð í landi Garps­dals við Gils­fjörð í Reyk­hóla­hreppi. Um er að ræða allt að 35 vind­myll­ur sem eru um 150 metr­ar að hæð miðað við spaða í hæstu stöðu. Hver und­ir­staða yrði 113 m2 og þyrfti að leggja veg að hverri vind­myllu.

All­ar vind­myll­ur verða tengd­ar sam­an með 33 kV jarðstrengj­um sem verða plægðir niður og staðsett­ir eins og kost­ur er í veg­stæði til þess að lág­marka rask. Safn­stöð verður staðsett inn­an vindorkug­arðsins þar sem spenn­an verður hækkuð í 132 kV. Frá safn­stöðinni verður vindorkug­arður­inn tengd­ur í spennistöð Landsnets í Geira­dal, sem er í um 6 km fjar­lægð. Gera má ráð fyr­ir að belti sem rask­ast vegna jarðstrengslagn­ar frá vindorkug­arði að tengi­virki verði að jafnaði um 12 m breitt. Það felst í vinnu­vegi, skurði og svæði sem fer und­ir jarðveg sem kem­ur upp úr skurði. 

EM Orka er  í eigu EMP Hold­ings, sem er sam­eig­in­lega í eigu EMP IN og Vestas, en Vestas er einn stærsti vind­myllu­fram­leiðandi heims með 94 GW fram­leiðslu­getu í 79 lönd­um. EMP er með höfuðstöðvar í Dublin. EMP var stofnað árið 2015 með það að mark­miði að stuðla að og þjóna alþjóðleg­um mark­miðum um aukna áherslu á end­ur­nýj­an­lega orku, þá aðallega á sviði vind- og sól­ar­orku, sam­kvæmt kynn­ing­ar­riti sem Mann­vit hef­ur unnið og er til skoðunar hjá Skipu­lags­stofn­un.

Í kynn­ing­ar­rit­inu kem­ur fram að Garps­dal­ur er tal­inn vera svæði sem er vel til þess fallið að bera allt að 130 MW vindorkug­arð. „Er þar einkum horft til hag­stæðra vindskil­yrða, ná­lægð í tengi­virki, góðs aðgeng­is og fjar­lægð frá byggð. Yf­ir­borðið er mest­megn­is mel­ur með frost­lyftu efni. Vegna mik­ill­ar hæðar yfir sjó er eng­in bú­seta inn­an svæðis­ins og lítið um dýra­líf. Fyr­ir­fram er talið ólík­legt að farflug sé al­gengt yfir svæðið.

Svæðið er inn­an 2730 ha lands í einka­eigu og af því er fyr­ir­hugað að nýta um 320 ha und­ir vind­myll­ur. For­at­hug­un gef­ur til kynna að svæðið gæti af­kastað allt að 130 MW orku­vinnslu, miðað við allt að 35 vind­myll­ur og hver þeirra allt að 150 m á hæð. Val á staðsetn­ingu tók mið af vind­at­hug­un. Ýtar­legri vind­mæl­ing­ar hóf­ust haustið 2018 og munu standa yfir í 2 ár. Fram­kvæmd­in er háð lög­um um mat á um­hverf­isáhrif­um nr. 106/​2000 m.s.br. Þessi til­laga að matsáætl­un er fyrsta skrefið í mats­ferl­inu. Í til­lög­unni er fjallað um fyr­ir­hugað verk­efni, gerð grein fyr­ir staðhátt­um og um­hverfi og sett fram áætl­un um mat á um­hverf­isáhrif­um,“ seg­ir enn­frem­ur en hér er hægt að lesa til­lögu til matsáætl­un­ar í heild.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka