Landsbankinn ber hluta tjónsins

Landsbankinn ber hluta af því tjóni sem Arion banki kann að verða fyrir vegna skaðabótamáls Datacell ehf. og Sunshine Press Productions ehf. gegn Valitor, dótturfélagi Arion. Héraðsdómur hefur dæmt Valitor til að greiða 1,2 milljarða kr.

Í kaupsamningi frá árinu 2014 þegar Arion keypti 38% hlut Landsbankans í Valitor var kveðið á um að Landsbankinn muni halda Arion banka skaðlausum, að þessum hluta, vegna þessara og nokkurra fleiri mála sem komu til fyrir viðskiptin.

„Með þessum ákvæðum var Landsbankinn að ábyrgjast að eignin væri haldin tilteknum kostum sem umsamið kaupverð tók mið af. Þetta er ekki óvanalegt í viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum þegar óvissa ríkir um niðurstöðu í tilteknum málum,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK