Hagnaður Össurar jókst um 37%

Hagnaður Össurar nam 14 milljónum Bandaríkjadala (1,7 milljörðum íslenskra króna) á fyrsta ársfjórðungi og jókst um 37% frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður sem hlutfall af sölu nam 9% samanborið við 7% af sölu á sama tímabili í fyrra.

Sala nam 160 milljónum Bandaríkjadala (19 milljörðum íslenskra króna). Vöxtur í staðbundinni mynt nam 19% og innri vöxtur var 8%. Þetta kemur fram í tilkynningu.

  • Innri vöxtur í stoðtækjum var 10% og innri vöxtur í spelkum og stuðningsvörum var 5%. Söluvöxtur var einna helst drifinn áfram af hátæknivörum félagsins.
  • EBITDA nam 30 milljónum Bandaríkjadala (3,6 milljörðum íslenskra króna) eða 19% af sölu og jókst um 51% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA-framlegð var 19% samanborið við 14% á sama tímabili í fyrra. EBITDA-framlegð án áhrifa af innleiðingu nýrra reikningsskilastaðla (IFRS16) var 16%. Aukningu í EBITDA-framlegð má rekja til aukinnar sölu á hátæknivörum og hagræðingar í rekstri.
  • Össur greiddi út arð í mars 2019 sem nam DKK 0,14 á hlut fyrir árið 2018, sem samsvarar um 9 milljónum Bandaríkjadala eða 11% af hagnaði ársins 2018.
  • Össur lækkaði hlutafé félagsins um 5.430.259 kr. í lok mars 2019 og er nafnverð hlutafjár félagsins nú 425.377.804 kr.
  • Fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2019 er óbreytt eða 4-5% innri vöxtur, um 23% EBITDA-framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 4-5% fjárfestingarhlutfall og virkt skattahlutfall á bilinu 23-24%.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir í fréttatilkynningu að söluvöxtur á fyrsta ársfjórðungi var góður á öllum mörkuðum með stoðtækjareksturinn og Asíumarkað í fararbroddi.

„Við erum ánægð að sjá hátæknivörur okkar leiða söluvöxtinn og má þar sérstaklega nefna nýja stoðtækið okkar með gervigreind, PROPRIO FOOT®, sem var settur á markað í fjórðungnum og hefur fengið góðar viðtökur. Rekstrarhagnaður félagsins jókst með aukinni sölu á hátæknivörum, rekstrarhagræðingu og stærðarhagkvæmni. Sjóðstreymi í fjórðungnum var gott þegar haft er í huga að fyrsti fjórðungur ársins er ávallt sá lakasti með tilliti til framlegðar og sjóðstreymis.“

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka