Skulduðu milljarð í júlí

WOW varð gjaldþrota að morgni 28. mars.
WOW varð gjaldþrota að morgni 28. mars. mbl.is/​Hari

WOW air skuldaði Isa­via 1.033 millj­ón­ir króna í lok júlí síðasta árs. Í upp­hafi þess mánaðar veitti stjórn Isa­via for­stjóra heim­ild til 2 þúsund millj­óna lán­töku. Þetta kem­ur fram í ít­ar­legri um­fjöll­un Viðskipta­blaðsins í dag um mál­efni WOW og Isa­via. Þar seg­ir að í samþykkt stjórn­ar Isa­via komi fram að um rekstr­ar­lánalínu og/​eða yf­ir­drátt­ar­lán sé að ræða. Ekki er til­greint um til­efni lánalín­unn­ar. 

Skuld­ir hafi safn­ast upp vegna vissu Isa­via um að fé­lagið hefði ör­ugg­an halds­rétt í ein­hverri af þeim vél­um sem WOW hafði á leigu. Lögmaður leigu­sala WOW, Odd­ur Ástráðsson, tel­ur að mögu­lega megi heim­færa fyr­ir­greiðslu stjórn­enda Isa­via til WOW und­ir umboðssvik.

Air Lea­se Corporati­on (ALC) hef­ur lagt fram aðfar­ar­beiðni gegn Isa­via og krefst þess að vél­in, Air­bus A321 TF-GPA, verði af­hent taf­ar­laust. Málið verður flutt munn­lega fyr­ir Héraðsdómi Reykja­ness í dag og mun úr­sk­urður dóm­stóls­ins vænt­an­lega liggja fyr­ir síðdeg­is.

Vef­ur Viðskipta­blaðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK