Skúli staðfesti kyrrsetningu vélarinnar

Hlynur Halldórsson, lögmaður Isavia, í héraðsdómi í dag.
Hlynur Halldórsson, lögmaður Isavia, í héraðsdómi í dag. mbl.is/Eggert

Isa­via und­ir­strikaði fyr­ir Héraðsdómi Reykja­ness í dag að fé­lagið vinni al­farið inn­an laga­heim­ild­ar sem geri því kleift að kyrr­setja farþegaþotu í eigu banda­ríska flug­véla­leigu­fyr­ir­tæk­is­ins ALC sem WOW air var með á leigu. Þá hafi ALC ávallt getað fengið þot­una til umráða með trygg­ingu fyr­ir greiðslu skuld­ar­inn­ar.

Mál­flutn­ing­ur hófst í Héraðsdómi Reykja­ness í morg­un, en ALC krefst þess að Isa­via aflétti kyrr­setn­ingu vél­ar­inn­ar. Hef­ur hún verið í vörslu Isa­via frá gjaldþroti WOW air, til trygg­ing­ar nærri tveggja millj­arða króna skuld WOW air við Kefla­vík­ur­flug­völl.  Tek­ist er á um hvort Isa­via hafi laga­heim­ild í loft­ferðarlög­um til þess að halda vél­inni. Isa­via hef­ur ávallt talið að svo sé og krefst þess að kröfu ALC sé hafnað.

Sjá um­fjöll­un mbl.is um mál­flutn­ing lög­manna ALC frá því fyrr í dag, HÉR.

Hlyn­ur Hall­dórs­son, lögmaður Isa­via, sagði að laga­heim­ild­in falli und­ir þau gjöld sem tengj­ast farþegaþot­unni, eða öðrum vél­um sem leigutaki hafði til umráða. Það sé mjög ótrú­verðugt að ALC hafi ekki vitað af fjár­hags­vand­ræðum WOW air, sér­stak­lega þar sem 16 af 20 vél­um WOW air hafi verið í leigu frá móður­fé­lagi ALC. Því sé ekk­ert sem ætti að koma ALC á óvart í kyrr­setn­ing­unni.

„Það mátti leigu­sala [ALC] vera ljóst að ef loft­f­ar hans stend­ur til greiðslu skuld­ar leigu­taka [WOW air], þá myndi sú trygg­ing standa áfram þó leigutak­inn yrði gjaldþrota,“ sagði Hlyn­ur. ALC gæti hins veg­ar lagt fram full­nægj­andi trygg­ingu til greiðslu skuld­ar og fengið vél­ina til umráða. Sú sátta­til­laga sem ALC hafi lagt fram sé ekki full­nægj­andi.

„Fjár­hæðin sem hann býður til sátta­greiðslu nem­ur 3% til greiðslu skulda sem mál þetta varðar og er ekki full­nægj­andi trygg­ing,“ sagði Hlyn­ur.

WOW air var með 16 þotur á leigu frá móðurfélagi …
WOW air var með 16 þotur á leigu frá móður­fé­lagi ALC. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vél­in var skráð í umráði WOW við kyrr­setn­ingu

Í mál­flutn­ingi sín­um benti Hlyn­ur á dóma­for­dæmi Hæsta­rétt­ar þar sem greini­lega hafi verið bent á rétt Isa­via til þess að kyrr­setja vél­ina vegna skulda. Ljóst sé að greiðslu­skylda hvíli á skráðum umráðanda ís­lenskra loft­fara og á eig­end­um er­lendra loft­fara.

„Þó lög­menn gerðarbeiðanda [ALC] hafi verið í vand­ræðum með að skilja efni ákvæðis­ins hafi Hæstirétt­ur verið bú­inn að slá því föstu hvernig beri að túlka ákvæðið,“ sagði Hlyn­ur.

Eins og fram kom á mbl.is fyrr í dag bentu lög­menn ALC í sín­um mál­flutn­ingi á að laga­ákvæðið um rétt til kyrr­setn­ing­ar félli aðeins und­ir nú­ver­andi umráðahafa farþegaþoti. ALC sé nú umráðandi vél­ar­inn­ar eft­ir gjaldþrot WOW air og því hafi Isa­via ekki heim­ild til þess að kyrr­setja vél­ina.

Hlyn­ur benti hins veg­ar á að vél­in hafi verið skráð í umráði WOW air við kyrr­setn­ingu vél­ar­inn­ar 28. mars. Skrán­ingu hafi ekki verið breytt hjá Sam­göngu­stofu fyrr en þann 4. apríl, það sé óum­deilt og staðfest af Sam­göngu­stofu.

Lög­menn ALC hafa sagt að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Isa­via ákvað að kyrr­setja vél­ina. Hlyn­ur benti á að ekki sé nauðsyn­legt að beina til­kynn­ingu um slíkt bæði til umráðanda og eig­anda loft­fara. Skúla Mo­gensen, fyrr­um for­stjóra WOW, hafi verið greint frá kyrr­setn­ing­unni í tölvu­pósti að morgni 28. mars, og hann hafi staðfest mót­töku.

„Í ljósi þess er hafið yfir all­an vafa að gerðarþoli [Isa­via] beitti heim­ild sinni rétti­lega,“ sagði Hlyn­ur.

Hlynur Halldórsson, lögmaður Isavia, í héraðsdómi.
Hlyn­ur Hall­dórs­son, lögmaður Isa­via, í héraðsdómi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Gjald­skrá Isa­via er vel aðgengi­leg

Í mál­flutn­ingi lög­manna ALC fyrr í dag sagði að Isa­via hefði ekki getað upp­lýst um end­an­lega fjár­hæð sem fé­lagið krefst að sé borguð til þess að losa vél­ina. Þrátt fyr­ir það sé kraf­ist greiðslu. Hlyn­ur benti á að gjald­skrá Isa­via sé aðgengi­leg í alþjóðlegri flug­bók og sé það fyrsta sem skoðað sé áður en ákveðið sé að leyfa flug­vél­um að fara á nýja flug­velli.

Móður­fé­lag ALC hafi nú 370 farþegaþotur í leigu hjá 200 viðskipta­vin­um í 70 lönd­um, og því ætti fé­lagið að vera vel upp­lýst um mögu­leg­ar greiðslur eða hvar þær væri að finna.

Þá sagði Hlyn­ur að Isa­via sé rekstr­araðili alþjóðaflug­vall­ar og skilt að taka við öll­um vél­um og veita þeim aðstöðu. ALC hefði ekki getað leigt vél til WOW air nema með því að nota starf­semi Isa­via. Aðstaða á Kefla­vík­ur­flug­velli sé skil­yrði þess að hægt sé að afla tekna af vél­inni.

Isa­via sé ekki rekið af skatt­fé al­menn­ings held­ur reki sig á lán­töku og gjald­töku til að standa und­ir rekstri og starf­semi. Ekki sé gerð krafa að rekstr­araðili og eig­andi flug­véla sé sami aðil­inn. Isa­via er skilt að veita sína þjón­ustu og geti ekki valið viðskipta­vini sína hvort þeir séu lík­leg­ir til þess að borga eða ekki.

„Menn geta safnað skuld­um úti um víðan völl og svo flogið í burtu frá þeim. Það sé því ómögu­legt að tryggja greiðslur nema hafa úrræði til þess með lög­mæt­um kröf­um,“ sagði Hlyn­ur og und­ir­strikaði laga­heim­ild Isa­via til þess að kyrr­setja vél­ina.

Úrsk­urður verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja­ness klukk­an 16 í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK