Bjóðast til að greiða skuldir þotunnar

Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.
Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC. mbl.is/Eggert

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC hefur boðið Isavia að greiða skuldir farþegaþotunnar sem hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air 28. mars. Greitt verði samkvæmt þeim útreikningum sem úrskurður Héraðsdóms Reykjaness frá í gær gefi til kynna.

Þetta staðfestir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, við mbl.is.

Í úr­sk­urði dómsins frá í gær seg­ir að Isa­via sé heim­ilt að aftra brott­för vél­ar­inn­ar vegna þeirra gjalda sem tengj­ast vél­inni sjálfri. Ekki fell­ur það yfir aðrar skuld­ir WOW air við Isa­via. Vél­in sem nú er kyrr­sett get­ur með öðrum orðum ekki verið trygg­ing fyr­ir tveim­ur millj­örðum eins og hún átti að vera, heldur nemur skuldin við þessa tilteknu vél 87 milljónum samkvæmt útreikningum ALC.

„Í morgun sendum við lögmanni Isavia bréf þar sem við kröfðumst upplýsinga um greiðslustað fyrir þau gjöld sem tengjast TF-GPA. Við ítrekuðum þá útreikninga sem við sjálf höfum unnið úr þeirra gögnum á þeim gjöldum sem tengjast vélinni og eru ógreidd,“ segir Oddur.

ALC fékk afhent hrá gögn frá Isavia og þurfti að lesa út úr þeim hvað áætlaður kostnaður væri varðandi þotuna sem kyrrsett er. Þeir útreikningar bentu til 87 milljóna króna. Oddur segir að skorað hafi verið á Isavia að sýna betri útreikninga ef útreikningar ALC væru ekki taldir réttir.

„Að öðrum kosti lítum við svo á að fjárhæðin er rétt. Við hyggjumst greiða fyrir þotuna og teljum að það sé alveg ljóst af niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness síðan í gær að það eigi að duga til þess að þeim sé nauðugur sá einn kostur að aflétta haldinu á vélinni,“ segir Oddur.

Isavia hefur ekki enn svarað erindi ALC, en frestur var gefinn til klukkan 16 í dag. Ef engin svör berast mun ALC borga samkvæmt sínum útreikningum, 87 milljónir, og álítur vélina þar með lausa úr haldi.

Vélin í eigu ALC í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli.
Vélin í eigu ALC í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK