Isavia áfrýjar til Landsréttar

Vélin í eigu ALC sem er í vörslu Isavia á …
Vélin í eigu ALC sem er í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson

Isa­via hef­ur kært úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­ness til Lands­rétt­ar í máli banda­ríska flug­véla­leigu­fyr­ir­tæk­is­ins ALC þar sem þess var kraf­ist að kyrr­setn­ing þotu sem var á leigu hjá WOW air verði aflétt.

Þetta staðfest­ir Odd­ur Ástráðsson, lögmaður ALC, við mbl.is. og áfrýj­un­in er einnig staðfest í til­kyn­inn­ingu sem Isa­via sendi frá sér nú fyr­ir skemmstu. Í úr­sk­urði héraðsdóms sagði að Isa­via væri heim­ilt að halda vél­inni vegna þeirra gjalda sem henni tengj­ast, en ekki vegna annarra skulda WOW air við Isa­via. 

Isa­via hafn­ar þar með boði ALC frá því fyrr í dag að banda­ríska fyr­ir­tækið greiði skuld­ir farþegaþot­unn­ar, sem hef­ur verið kyrr­sett á Kefla­vík­ur­flug­velli frá gjaldþroti WOW air þann 28. mars. 

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um ALC nam skuld vél­ar­inn­ar um 87 millj­ón­um króna, en WOW air skuldaði Isa­via um tvo millj­arða. ALC gaf Isa­via frest til klukk­an 16, ann­ars teldi fyr­ir­tækið vél­ina leysta með greiðslu 87 millj­óna. Isa­via hafnaði því hins veg­ar og áfrýjaði til Lands­rétt­ar.

Sam­ræm­ist ekki túlk­un ákvæðis­ins fram að þessu

Í til­kynn­ingu sem Isa­via sendi fjöl­miðlum ít­rek­ar fyr­ir­tækið að úr­sk­urður Héraðsdóms staðfesti að fyr­ir­tæk­inu hafi verið heim­ilt að stöðva flug­vél ALC, sem WOW air hafði til umráða, vegna ógreiddra not­enda­gjalda flug­fé­lags­ins.

„Að mati Isa­via er aft­ur á móti að finna mis­vís­andi um­fjöll­un í for­send­um úr­sk­urðar­ins um túlk­un á efn­is­legri heim­ild til beit­ing­ar á því ákvæði loft­ferðalaga sem heim­il­ar stöðvun flug­vél­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Um­fjöll­un­in sam­ræm­ist ekki túlk­un ákvæðis­ins fram að þessu, né held­ur sam­ræm­ist hún eldri dóma­fram­kvæmd og dóma­for­dæm­um er­lend­is í sams­kon­ar mál­um, m.a. dóm­um sem fallið hafa í Bretlandi og Kan­ada.

Bend­ir Isa­via á að lög­un­um hafi verið breytt í tvígang, árin 2002 og 2006. Þetta hafi m.a. verið gert til að mæta því að flug­fé­lög hafa í aukn­um mæli leigt flug­vél­ar til rekst­urs­ins frek­ar en að eiga þær sjálf. Vilji lög­gjaf­ans er því skýr að mati Isa­via.

Rask­ar for­send­um gjald­töku

„Fjöl­mörg flug­fé­lög sem nýta sér þjón­ustu Kefla­vík­ur­flug­vall­ar eiga og hafa til umráða marga tugi eða hundruð flug­véla. Ef að sú for­senda úr­sk­urðar­ins stend­ur, að beit­ing ákvæðis­ins eigi ein­göngu við um hverja flug­vél fyr­ir sig, mun það í grund­vall­ar­atriðum raska þeim for­send­um sem gjald­taka fé­lags­ins bygg­ir á þegar kem­ur að inn­heimtu not­enda­gjalda. Þessu ákvæði er meðal ann­ars ætlað að koma í veg fyr­ir mögu­leika á mis­notk­un,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

„Veru­leg­ir hags­mun­ir eru tengd­ir nú­ver­andi fram­kvæmd loft­ferðalaga. Hún auðveld­ar flug­fé­lög­um að taka ákvörðun um að hefja flug til lands­ins. Ef breyt­ing verður á þessu gæti okk­ur til dæm­is verið nauðugur sá kost­ur að óska eft­ir trygg­ingu frá þeim flug­fé­lög­um sem hyggj­ast hefja flug til Íslands,“ er haft eft­ir Svein­birni Indriðasyni, starf­andi for­stjóri Isa­via, í til­kynn­ing­unni. „Það yrði íþyngj­andi fyr­ir flug­fé­lög og gæti haft nei­kvæð áhrif á ís­lenska ferðaþjón­ustu. Isa­via hef­ur ákveðið að kæra úr­sk­urðinn til æðra dóms með það að mark­miði að fá for­send­um hans breytt.“

Isa­via fall­ist því ekki á þá kröfu eig­anda vél­ar­inn­ar að fá hana afenta gegn greiðslu skulda sem til hafa orðið vegna henn­ar einn­ar, enda tel­ur fyr­ir­tækið það ekki sam­ræm­ast „fyrri fram­kvæmd og skýru orðalagi laga­ákvæðis­ins“.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK