Samkeppniseftirlitið skoðar ekki Isavia

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir stofnunina ekki hafa rætt …
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir stofnunina ekki hafa rætt það hvort athuga þurfi eftirgjöf sem Isavia veitti WOW air. mbl.is/Eggert

Heim­ild sem Isa­via veitti WOW air til tveggja millj­arða skulda­söfn­un­ar gagn­vart fé­lag­inu í júlí þegar flug­fé­lagið var í mik­illi sam­keppni við Icelanda­ir hef­ur ekki komið til skoðunar hjá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu. Þetta staðfest­ir Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, í sam­tali við mbl.is.

Spurður hvort stofn­un­in hafi tekið ein­hverja af­stöðu til þess hvort skoða þurfi málið, svar­ar Páll: „Nei við höf­um ekki gert það. Þetta hef­ur ekki komið hér inn á borð form­lega og við höf­um ekki skoðað þetta og ligg­ur eng­in ákvörðun fyr­ir að gera það.“

Hann seg­ir stofn­un­ina hafa heim­ild til þess að hefja at­hug­un að eig­in frum­kvæði, „en ekki ligg­ur fyr­ir nein ákvörðun um slíkt í þessu til­viki“. For­stjór­inn seg­ir málið ekki hafa verið til umræðu hjá stofn­un­inni og get­ur hann því ekk­ert sagt um fram­haldið.

Ósjálf­bær far­gjöld

Í til­kynn­ingu um upp­gjör Icelanda­ir 3. maí fyr­ir fyrsta árs­fjórðung fyr­ir­tæk­is­ins var haft eft­ir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelanda­ir, að: „Þróun far­gjalda var nei­kvæð milli ára, sem skýrist meðal ann­ars af mik­illi sam­keppni við flugrek­end­ur sem boðið hafa upp á ósjálf­bær far­gjöld.“

Má bú­ast við því að hér sé átt við far­gjöld WOW air og er óvitað hvort eft­ir­gjöf Isa­via hafi haft áhrif á þá þróun.

Þá er ekki vitað til þess að flug­fé­lag­inu Erni hafi verið veitt viðlíka eft­ir­gjöf þegar vél þess var kyrr­sett af Isa­via í janú­ar síðastliðnum vegna 98 millj­óna króna skuld­ar þess fé­lags við Isa­via.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK