Transavia flýgur til Akureyrar

Umferð um Akureyrarflugvöll mun aukast.
Umferð um Akureyrarflugvöll mun aukast. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá hollensku borginni Rotterdam. Um er að ræða ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur, en þetta er í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar.

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hóf á síðasta ári sölu í skipulagðar ferðir frá Rotterdam til Akureyrar með leiguflugi. Transavia selur hins vegar aðeins sætin, óháð ferðaskrifstofunni, og má því segja að í fyrsta sinn sé áætlunarflug í boði til og frá Akureyri til Hollands að því Markaðsstofa Norðurlands greinir frá.

Í tilkynningu Markaðsstofunnar kemur fram að um stóran áfanga sé að ræða og ánægjulegt sé að tilkynna um aukna umferð um Akureyrarflugvöll og meiri sýnileika áfangastaðarins Norðurlands. Þá skapist fjölmörg tækifæri fyrir Norðlendinga, en frá Rotterdam er hægt að fljúga áfram til annarra áfangastaða sem skipta tugum.

Transavia mun 5. júlí hefja áætlunarflug frá Amsterdam til Keflavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK