Með 25 starfsmenn í Litháen

Arctic Adventures rekur dótturfélag í Litháen.
Arctic Adventures rekur dótturfélag í Litháen. Sigurður Sigmundsson

Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures stofnaði á síðasta ári dótturfélag í Litháen sem starfrækir sölu- og markaðsdeild fyrirtækisins, þjónustuver þess, og heldur utan um stóran hluta af tölvuvinnslu Arctic Adventures, svo sem viðhald heimasíðu fyrirtækisins og leitarvélabestun.

Um 25 manns starfa hjá Arctic Adventures í Vilníus en samkvæmt fréttatilkynningu frá Invest Lithuania frá því í nóvember 2018 hyggst fyrirtækið ráða um 75 starfsmenn þar í landi.

Að sögn Jóns Þórs Gunnarssonar, forstjóra Arctic Adventures, á eftir að koma í ljós hversu margir starfsmennirnir verða. Í samtali við ViðskiptaMoggann segir hann að aukin samkeppni innanlands sem og erlendis í ferðaþjónustunni, ásamt launakostnaði á Íslandi og framboði af starfsfólki, hafi leitt til þess að fyrirtækið leitaði út fyrir landsteinana.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka