Tan kaupir Icelandair Hotels

Icelandair hótel er meðal annars á Akureyri.
Icelandair hótel er meðal annars á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Dótturfélag malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation er við það að ganga frá kaupsamningi á 80% hlut í Icelandair Hotels.

Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Icelandair Group setti hótelfélag sitt í söluferli á síðasta ári og hugðist selja félagið í heild en mun halda eftir fimmtungshlut í því.

Vincent Tan eigandi Cardiff City og nú Icelandair hótelanna.
Vincent Tan eigandi Cardiff City og nú Icelandair hótelanna. AFP

Stofnandi Berjaya Corporation er hinn 67 ára gamli Vincent Tan, malasískur auðkýfingur sem vakið hefur mikla athygli á síðustu árum í kjölfar kaupa hans á enska fótboltafélaginu Cardiff City.

Í febrúar síðastliðnum sendi nýstofnað dótturfélag Berjaya Corporation frá sér tilkynningu til kauphallarinnar í Kuala Lumpur þess efnis að félagið væri að ganga frá ríflega 1,6 milljarða króna kaupsamningi á fasteigninni á Geirsgötu 11 í Reykjavík, sem verið hefur í eigu félaga Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra HB Granda. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK