Hagnaður Emirates Airline dróst saman um 69% á síðasta rekstrarári og segja forsvarsmenn fyrirtækisins það skýrast af háu eldsneytisverði og styrkingu Bandaríkjadals. Árið hafi verið erfitt.
Flugfélagið, sem er með höfuðstöðvar í Dubai, hagnaðist um 237 milljónir Bandaríkjadala á rekstrarárinu sem lauk í lok mars. Árið á undan nam hagnaðurinn 765 milljónum dala.