Leggja til að ljúka ágreiningsmálum

Primera Air.
Primera Air. Ljósmynd/Primera Air

Næsta föstudag verður haldinn skiptafundur í þrotabúi Primera air sem var úrskurðað gjaldþrota á síðasta ári. Fram kemur í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu að fundarefnið sé afstaða kröfuhafa til samnings sem eigi að ljúka þeim ágreiningsmálum sem komu upp eftir gjaldþrotið, meðal annars vegna mögulegra riftunarmála á sölu ferðaskrifstofa Primera air travel group til Andra Más Ingólfssonar, fyrrverandi eiganda og stofnanda félagsins.

Eiríkur Elís Þorláksson, skiptastjóri búsins, segir í samtali við mbl.is að hann muni leggja samning um lúkningu ágreiningsmálanna fyrir fundinn og að greidd verði atkvæði um hann af kröfuhöfum. Spurður út í möguleg riftunarmál segir hann að ekkert slíkt hafi verið sett fyrir dómstóla, en vísar að öðru leyti til ákvörðunar kröfuhafa á komandi fundi um fyrrnefndan samning.

Arion banki var einn helsti kröfuhafi í bú flugfélagsins og í ársreikningi síðasta árs voru ábyrgðir og lán vegna gjaldþrotsins færð niður um þrjá milljarða í bókum bankans.

Samtals 200 kröfuhafar lýstu alls tíu milljarða króna kröfum í þrotabúið á Íslandi, en gert var ráð fyrir því í haust að kröfur á hendur Primera air í Danmörku yrðu yfir 16 milljörðum og að kröfuhafar í danska hluta rekstrarins væru yfir 500 talsins.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK