Kostnaðurinn 86 milljarðar hérlendis

Álver Norðuráls á Grundartanga er eitt þriggja álvera sem starfrækt …
Álver Norðuráls á Grundartanga er eitt þriggja álvera sem starfrækt eru hér á landi. mbl.is/Árni Sæberg

Í nýjasta þætti Viðskiptapúlsins, hlaðvarpi ViðskiptaMoggans, ræðir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls um þau efnahagslegu áhrif sem álverin þrjú í Straumsvík, á Grundartanga og á Reyðarfirði hafa á íslenskt samfélag. Bendir hann á að innlendur kostnaður fyrirtækjanna hafi numið 86 milljörðum króna í fyrra á sama tíma og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafi numið 230 milljörðum króna.

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls er gestur Viðskiptapúlsins að þessu sinni.
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls er gestur Viðskiptapúlsins að þessu sinni. mbl.is/Golli

Þá bendir hann á að af þessum kostnaði hafi tæpur helmingur farið til raforkukaupa eða um 40 milljarðar. Í viðtalinu segir hann einnig frá tilurð og uppbyggingu Álklasans sem stofnaður var árið 2015. Og þá fer hann yfir það af hverju það sé umhverfisvænt að framleiða ál á Íslandi, fremur en t.d. í Kína.

Hægt er að ná sér í fría áskrift að Viðskiptapúlsinum í gegnum Spotify og Itunes.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK